Reykjaból

Flúðir

7.900.000 kr

Tegund: Lóð
Stærð: 98
Herbergi: 0

Stofur: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 0

Inngangur: Sér
Byggingaár: 0

Fasteignamat: 2.110.000
Brunabótamat: 0
Áhvílandi:0

Lýsing

fasteign.is kynnir:

REYKJABÓL 13 - EIGNARLÓÐ, HITAVEITA, SAMÞYKKTAR TEIKNINGAR.Um er að ræða 5,184 fm eignarlóð á einstökum stað, hornlóð í fámennu sumarhúsahverfi sem heitir Hverás inn af Hruna,ca. 5 km fyrir innan Flúðir í Hrunamannahreppi. 

Lóðin er mjög gróin með fallegum trjám og gróðri.

Samþykktar teikningar af 98,8 fm sumar/heilsárshúsi fylgja með teiknaðar af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt hjá Arkþing. 

Á sínum tíma stóð hús á lóðinni en það hefur verið fjarlægt og eru því tengingar til staðar . Eignarhlutdeild er í hitaveitu og kaldavatnsborholu ásamt því að rafmagnsinntak er tilbúið til tengingar. 

Gjald pr. ár fyrir heitt og kalt vatn er kr. 20.000. og er það greitt til sumarhúsafélagsins á svæðinu og er gjaldið hugsað til reksturs og viðhalds vatnsveitanna. 

Stutt er í mjög falleg útivistarsvæði í nágrenninu ásamt því að stutt er í alla verslun og þjónustu á Flúðum, sundlaugar,veitingastaðir of fl.

Mikil ylrækt á grænmeti og ávöxtum eru á svæðinu.  Tveir golfvellir eru rétt hjá Flúðum,  Ásatúnsvöllur og Selsvöllur. 

Stutt í fallegar náttúruperlur,  Laxárgljúfur, Gullfoss og Geysi svo eitthvað sé nefnt. 

Akstur frá Reykjavík eru ca. 75 km eða ca. 1 klst. Nánari upplýsingar veitir:Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur B Blöndal, hjá fasteign.is   s. 6-900-811 eða olafur@fasteign.is 

Halla Unnur Helgadóttir, Viðskiptafræðingur / Löggiltur fasteignasali.    halla@fasteign.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Ólafur Björn Blöndal