Strandgata

Hafnarfjörður

42.900.000 kr

Tegund: Fjölbýli
Stærð: 94
Herbergi: 4

Stofur: 2
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1

Inngangur: Sér
Byggingaár: 1958

Fasteignamat: 33.000.000
Brunabótamat: 29.550.000
Áhvílandi:0

Lýsing

fasteign.is kynnir:

STRANDGATA 83 - HAFNARFIRÐI - SÉRHÆÐ

Falleg og mjög vel skipulögð rúmgóð og björt miðhæð, sérhæð með sérinngangi í fallegu húsi við með útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn.

íbúðin er 94,9 fm og hefur töluvert verið endurnýjuð á undanförnum árum, m.a. gólfefni, baðherbergi, eldhús og fl. Stór sérgeymsla á 1. hæð sem hefur verið nýtt sem aukaherbergi og er í útleigu. 

Nánari lýsing íbúðar: 

Sérinngangur. 

Forstofa með flísum og er innangengt þaðan á neðri hæðina þar sem geymslan/herbergið er. 

Komið inn í rúmgott parketlagt hol þaðan sem gengið er í allar vistarverur íbúðarinnar  Skápur og þvottaaðstaða við hlið baðherbergis. 

Baðherbergið er flísalagt, innrétting, sturtuklefi og handklæðaofn, gluggi.   Standsett árið 2014

Hjónaherbergið er með parketi og fataskápum. Útgengt á góðar suðursvalir. 

Rúmgott barnaherbergi með parketi. 

Eldhúsið er plássgott með ljósri eikarinnréttingu, gluggum á tvo vegu, flísar á gólfi og góður borðkrókur með útsýni yfir höfnina. Hægt að ganga í eldhúsið á tvo vegu. 

Stofurnar eru rúmgóðar og bjartar með gluggum á tvo vegu, aðalstofa og borðstofa, parket á gólfum. Frábær eign á góðum stað. 

Nánari upplýsingar veitir:

Ólafur B Blöndal s.6-900-811 / olafur@fasteign.is

Skrifstofa / s.5-900-800 / fasteign@fasteign.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Ólafur Björn Blöndal