Hesthús faxaból vatnsveituv. fákur

Reykjavík (Árbær)

19.600.000 kr

Tegund: Hesthús
Stærð: 117
Herbergi: 0

Stofur: 0
Svefnherbergi: 0
Baðherbergi: 1

Inngangur: Sér
Byggingaár: 1979

Fasteignamat: 3.184.000
Brunabótamat: 4.700.000
Áhvílandi:0

Lýsing

fasteign.is kynnir:

Ólafur B Blöndal löggiltur fasteignasali og hestamaður kynnir:GLÆSILEGT 12 HESTA, STÓRT OG VANDAÐ HESTHÚS VIÐ FAXABÓL 3E
Um er að ræða glæsilegt 117 fm 12 hesta hús ásamt aukafermetrum í kjallara sem ekki eru skráðir að fullu. 

Húsið hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum, m.a.ný framhlið, vatnslagnir, heitt og kalt, innréttingar í hestrými, nýleg kaffistofa og fl. 

Sérgerði er fyrir húsið ásamt sértaðþró. 

Hátt til lofts og mikið pláss í hestrými. Heitt vatn er komið inn og eru ofnar víða um húsið. Sex 2ja hesta stíur með galvaniseruðum milligerðum með plastklæðningu og eru þær rúmgóðar með gúmmímottum, en húsið er handmokað.   Mjög plássgóð inniaðstaða til járninga og fl. 

Hægt væri að stækka húsið um tvö pláss með því að taka hluta hlöðunnar undir stíu því önnur hlaða er til staðar. 

Mjög góð hnakkageymsla og hlöður. Kaffistofa með góðri setustofu og er snyrting þar við hliðina með sturtu. 

Mjög rúmgóður kjallari með flísalögðu gólfi.  Tvær tvöfaldar hurðir bakatil til að taka inn hey. 

Inngangur bæði að framan og aftan.   Sjón er sögu ríkari. Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur B Blöndal, löggiltur fasteignasali hjá fasteign.is    olafur@fasteign.is   S. 6-900-811 og 5-900-800
 

Ólafur Björn Blöndal